Erlent

Ísrael hafnar samsteypustjórn palestínumanna

Óli Tynes skrifar
Benjamínj Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamínj Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Búist er við að í næstu viku undirriti Fatah samtökin og Hamas samkomulag um samsteypustjórn sem á að hafa það meginverkefni að undirbúa forseta- og þingkosningar innan árs. Það hefur vægast sagt verið grunnt á því góða milli þessara samtaka síðan Hamas hröktu Fatah með vopnavaldi frá Gaza ströndinni árið 2007.

Ísraelar hafa tekið fréttum um samsteypustjórn þunglega enda er eitt aðalmarkmið Hamas að eyða Ísraelsríki. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra segir að Fatah verði að velja um hvort þau semji um frið við Ísrael eða Hamas.

Talsmaður Mahmouds Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna hefur svarað forsætisráðherranum og segir að þetta sé innbyrðis mál palestínumanna. Eins og Netanyahu minntist talsmaðurinn á valkosti og sagði að ísraelar yrðu að velja á milli friðar og landnemabygginga á Vesturbakkanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×