Erlent

Hótel mamma vaxandi vandamál í Evrópu

Ungt fólk býr lengur heima hjá mömmu og pabba en áður.
Ungt fólk býr lengur heima hjá mömmu og pabba en áður.
Margir foreldrar eiga erfitt með að sjá á eftir börnum sínum út í lífið þegar þau flytja af heiman. Það er þó ekki raunin alls staðar því víða í Evrópu er það vandamál hvað afkvæmin eru þaulsetin í heimahögunum.

Það er líklega viðurkennt um allan heim að besta hótelið í bænum er hótel mamma. En á Spáni, Ítalíu og Bretlandi, er hótel mamma að verða meiriháttar vandmál. Þannig búa um 60 prósent einstaklinga frá aldrinum 18 til 34 ára heima hjá foreldrum sínum á Ítalíu. Þar í landi eru þau kölluð stóru börnin.

Ítalskur ráðherra, sem viðurkennir fúslega að móðir hans hafi þrifið nærfötin hans þangað til hann varð þrítugur, vill að það verði sett lög sem þvingi þennan hóp út á leigu og fasteignamarkaðinn.

Sama vandamál er að finna í Bretlandi. Ungt fólk býr í meira mæli hjá foreldrum sínum því það er bæði dýrt og erfitt að standa á eigin fótum. Í Bretlandi er meðalaldur þeirra sem kaupa sér íbúðir, 38 ára.

Spánverjar virðast þó ætla að taka hart á sínum málum. Dómstóll í Malaga á Suður Spáni dæmdi á dögunum 25 ára löglærðan mann til þess að flytja frá foreldrum sínum og fá sér vinnu, eftir að hann höfðaði mál vegna þess að foreldrar hans vildu ekki láta hann fá meiri vasapening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×