Erlent

David Petraeus verður yfirmaður CIA

Petraeus ásamt Obama.
Petraeus ásamt Obama.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hershöfðinginn David Petraeus yrði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.

Petraeus hefur verið yfirmaður heraflans í Afganistan og þar áður í Írak í tíð stjórnar George Bush og almennt talinn hafa staðið sig vel í því hlutverki.

Skipan hans í embætti æðsta yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar kemur nokkuð á óvart þar sem Petraeus er Repúblikani.

Sumir telja að þarna sé um klókt pólitískt útspil að ræða hjá Obama, því ýmsir vonuðust til að Petreaus byði sig fram til forseta Bandaríkjanna á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×