Erlent

Pólitískur arftaki Dalai Lama kjörinn

Lobsang Sangay.
Lobsang Sangay.
Lobsang Sangay var kjörinn forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbets, en landið er á valdi Kína.

Sangay mun því taka við pólitísku hlutverki Dalai Lama sem leiðtogi landsins. Tveir aðrir frambjóðendur buðu sig fram á móti honum en Sangay, sem nam lögfræði í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum, sigraði andstæðinga sína með rétt rúmlega helmingi greiddra atkvæða.

Alls greiddu 43 þúsund Tíbetar í útlegð víðsvegar um heiminn atkvæði. Alls eru 83 þúsund útlægir Tíbetar kjörgengir. Útlagastjórnin heldur til á Indlandi.

Dalai Lama mun enn gegna hlutverki aðalleiðtoga tíbetskra búddista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×