Erlent

SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu

Líbísk kona kom á hótel í Trípolí og sagði að sér hefði verið nauðgað af líbískum hermönnum.
Líbísk kona kom á hótel í Trípolí og sagði að sér hefði verið nauðgað af líbískum hermönnum.
Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot.

Trúverðugar upplýsingar um pyntingar, mannshvörf og skothríð á óvopnaða mótmælendur hafa borist til Sameinuðu þjóðanna.

Talið er að minnsta kosti þúsund saklausir borgarar hafi fallið í átökunum í Líbíu síðan þau hófust í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×