Handbolti

Guðlaugur: Var rólegur í páskaeggjaátinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það mun mikið mæða á Guðlaugi, sem oftast er kallaður Öxlin, í vörn Akureyrar í kvöld.
Það mun mikið mæða á Guðlaugi, sem oftast er kallaður Öxlin, í vörn Akureyrar í kvöld.
Úrslitarimman í N1-deild karla hefst í kvöld þegar deildarmeistarar Akureyrar taka á móti FH í íþróttahöllinni á Akureyri. Rúm vika er síðan undanúrslitin kláruðust og við það eru margir ósáttir.

"Mér finnst þessi pása of löng. 4-5 dagar hefði verið nóg. Það var búið að byggja upp ágætis stemningu sem dofnar með svona langri pásu," sagði húsvíska varnartröllið í liði Akureyrar, Guðlaugur Arnarsson.

"Annars höfum við reynt að nýta tímann vel og það mæta allir heilir í slaginn í kvöld," sagði Guðlaugur sem fór sér hægt í áti yfir páskana.

"Það voru engar línur lagðar með matseðil um helgina heldur var mönnum treyst. Ég var alveg rólegur í páskaeggjunum líka sem helgast líka af því að sonur minn er orðinn ansi duglegur og sá eiginlega um allt páskaeggjaát að þessu sinni," sagði Guðlaugur léttur.

"Við erum búnir að æfa síðustu þrjá daga og allir með hugann við stóra verkefnið. Biðin hefur verið löng og það verður gaman að byrja í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×