Innlent

Vegagerðin: Færð og veður

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Þungfært er á Klettshálsi en unnið er að mokstri. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Þröskuldum. Greiðfært er í öðrum landshlutum.

Ábendingar frá veðurfræðingi:

Í dag fer veður hlýnandi með vaxandi S-átt.  Áður en hlánar á fjallvegum má gera ráð fyrir ofanhríð og hálku um og fyrir hádegi á fjallvegum eins og Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Undir Hafnarfjalli má gera ráð fyrir snörpum vindhviðum, 30-40 m/s frá því um kl. 15 og áfram í kvöld og fram á nóttina.

Hálendið.

Nú er allur akstur bannaður á mörgum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir að kynna sér hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×