Íbúfenskortur á Íslandi og meira lyfjaúrval í Færeyjum og Grænlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 18:45 Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira