Erlent

Seldi skólabróður sínum skammbyssu

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Átta ára gamall gutti í New York í Bandaríkjunum var handtekinn á fimmtudaginn eftir að hafa selt skólabróðir sínum raunverulega skammbyssu. Byssan reyndist vera hlaðin að auki.

Strákurinn fann byssuna ofan á ísskápnum heima hjá sér en eigandinn var faðir hans, sem er smákrimmi að sögn New York Post. Búið var að afmá skráninganúmer byssunnar þannig hún telst sem ólöglegt vopn.

Skólabróðirinn sem keypti byssuna hélt í fyrstu að hann væri að kaupa leikfangabyssu en hann greiddi innan við þúsund krónur fyrir byssuna. Viðskiptin áttu sér stað í skólanum sjálfum en það var ekki fyrr en drengurinn var kominn heim sem hann áttaði sig á því að byssan gæti verið raunveruleg.

Hann sýndi þá móður sinni byssuna. Hún leitaði umsvifalaust til skólayfirvalda sem tilkynntu málið til lögreglunnar.

Skömmu síðar var faðir drengsins handtekinn en hann er kærður fyrir að vanrækja son sinn. Sá stutti er einnig í vandræðum en hann verður hugsanlega kærður fyrir ólöglegan vopnaburð og vopnasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×