Erlent

Rithöfundurinn Sabato er látinn

Ernesto Sabato.
Ernesto Sabato.
Argentíska skáldið Ernesto Sabato er látinn. Hann var 99 ára gamall þegar hann lést úr bronkítis. Sabato skrifaði meðal annars bókina Göngin sem var þýdd af Guðbergi Bergssyni árið 1985.

Hann var formaður starfshóps, sem tók saman skýrslu um mannréttindabrot í Argentínu 1984, sem var kölluð „Nunca más" (Aldrei aftur).

Hann var giftur í yfir 60 ár en kona hans, Matilde Kuminsky-Richter, lést árið 1998. Sabato er álitinn eitt mikilvægasta skáld Suður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×