Erlent

Hundruð látnir eftir hamfarir í Bandaríkjunum

Eins og sést á myndinni þá er eyðileggingin gífurleg.
Eins og sést á myndinni þá er eyðileggingin gífurleg.
Að minnsta kosti 339 hafa farist í hamförunum í Suður-Bandaríkjunum sem urðu í vikunni.

Alabama varð verst úti en þar fórust 248 í óveðrinu. Fjölmargir skýstrókar fóru yfir landið og skildu eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Heilu borgarhverfin eru ónýt.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsótti hamfarasvæðið í gær. Sjálfboðaliðar vinna nú að því að koma fólki til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×