Erlent

Gaddafi vill vopnahlé og friðarviðræður

Gaddafi í sáttahug.
Gaddafi í sáttahug.
Muammar Gaddafi kallar eftir vopnahléi og friðarviðræðum við NATÓ í von um að stöðva loftárásir bandalagsins á Líbíu.

Gaddafi lýsti þessu yfir í ræðu sinni í ríkissjónvarpi Líbíu í nótt. Hann tók hins vegar sérstaklega fram að hann myndi sjálfur ekki fara frá völdum en það er helsta krafa uppreisnarhópa í Líbíu.

Þá sagði hann NATÓ ekki geta sett fram nein skilyrði um uppgjöf hans og útlegð en þess hafa nokkur Nató ríki krafist. Gaddafi sagði dyragátt friðarins nú opna, Nató-ríkin væru hin árásagjörnu í stríðinu og spurði af hverju þau réðust á Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×