Erlent

Um 400 flóttamönnum frá Líbíu bjargað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flóttamenn hvíla sig eftir komuna til Lampedusa þann 19. apríl síðastliðinn. Mynd/ afp.
Flóttamenn hvíla sig eftir komuna til Lampedusa þann 19. apríl síðastliðinn. Mynd/ afp.
Strandgæslan á Ítalíu bjargaði 400 flóttamönnum frá Líbíu í morgun eftir að fiskibátur sem þeir voru á steytti á skeri við smáeyjuna Lampedusa.

Fréttastofa BBC segir að margir flóttamannanna hafi stokkið úr bátnum eftir að slysið varð eða jafnvel dottið í sjóinn. Sumum þeirra tókst þó að halda sér í kaðla sem voru bundnir í bátinn og halda sér þannig um borð þar til strandgæslan kom og bjargaði þeim. Benedikt sextándi páfi hvatti heimsbyggðina í morgun til þess að sýna flóttamönnum frá Afríku umburðarlyndi.

Flóttamenn hafa ferðast reglulega frá Líbíu til Lampedusa að undanförnu. Til dæmis komu 760 manns þangað þann 19. apríl síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×