NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2011 11:00 Kevin Garnett og Paul Pierce voru frábærir í nótt. Mynd/AP Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1) NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1)
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira