NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2011 11:00 Kevin Garnett og Paul Pierce voru frábærir í nótt. Mynd/AP Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1) NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1)
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira