Fótbolti

UEFA dæmdi José Mourinho í fimm leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho, þjálfari Real Madrid.
José Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty
José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, fyrir ummæli sín eftir 2-0 tap Real Madrid á móti Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

Auk þess að fá fimm leikja bann þarf portúgalski stjórinn að greiða 50 þúsund evra sekt eða um 8,2 milljónir íslenskra króna.

Mourinho fær bannið fyrir bæði að vera rekinn upp í stúku í leiknum sjálfum en einnig fyrir að ýja að því að Barcelona-liðið hafi fengið hjálp frá dómurum leiksins.

Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í leiknum en þau komu bæði eftir að Pepe var rekinn útaf. Sá brottrekstur var mjög umdeildur en UEFA staðfesti hann samt eftir leikinn og tók Pepe því út bann í seinni leiknum.

Mourinho hefur þegar tekið út einn leik af banninu, í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barceona. Einn leikurinn er líka á skilorði þannig að Mourinho verður því í banni þremur fyrstu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×