Tískuverslunin GK Reykjavík hefur nýverið tekið að selja hönnun bARBÖRU í gONGINI og ætti það að vera mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um skandinavíska hönnun.
Ása Ninna Pétursdóttir, sem rekur GK Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundi Hallgrímssyni, sýnir þrjá kjóla sem eru aðeins brotabrot af því sem hún selur af hönnun bARBÖRU í gONGINGI í meðfylgjandi myndskeiði.
Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg.
GK Reykjavík á Facebook.
Tíska og hönnun