Erlent

Þúsundir íbúa Memphis flýja vegna flóða

Þúsundir af íbúum í miðborg Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mississippi fljótinu. Vatn úr fljótinu flæðir nú um götur borgarinnar.

Samkvæmt frétt á CNN um málið segir að mikið úrhelli ásamt snjóbráðnun hafi valdið því að yfirborð Mississippi fljótsins hafi hækkað verulega og hefur ekki verið hærra síðan árið 1937.

Vegna flóðanna hefur Barack Obama bandaríkjaforseti lýst því yfir að hlutar af Kentucky, Mississippi og Tennessee séu nú hamfarasvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×