Erlent

Eitrað andrúmsloft á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn

Öryggisskoðun á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, stærsta spítala Danmerkur, leiddi í ljós að óvenjuhátt hlutfall er af eiturefninu PCB í andrúmsloftinu sem sjúklingar og starfsfólk anda að sér á spítalnum.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að PCB mengunin hafi verið til staðar á spítalanum árum saman en ekkert bendi til sýkinga af völdum hennar. Stjórn spítalans ætlar að bregðast við þessu með aukinni loftræstingu.

PCB var notað í þéttiefni í dönskum byggingariðnaði á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar Righospitalet var byggður.

PCB getur valdið krabbameini og truflunum á hormónastarfsemi líkamans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×