Erlent

Íhuga að birta myndir af líki Bin Ladens

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA ýjaði að því í dag að myndir sem sýna sundurskotið lík Osama Bin Laden verði gerðar opinberar. Engin mynd hefur enn verið birt af líkinu en bandarísk yfirvöld óttast að slík birting myndi framkalla reiði fólks og að hún yrði talin ósmekkleg. Líkið af hryðjuverkaleiðtoganum var myndað á að minnsta kosti tveimur stöðum, í herstöð í Afganistan og um borð í herskipinu USS Vinson rétt áður en líkinu var varpað fyrir borð.

Vinsældir Obama Bandaríkjaforseta hafa aukist töluvert eftir að Osama var ráðinn af dögum. Í könnun New York Times og CBS fréttastofunnar segjast 57 prósent aðspurðra vera ánægðir með framgöngu forsetans. Í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir mánuði síðan var talan 46 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×