Íslenski boltinn

Gunnar Már: Ætlum að gera heimavöllinn að vígi

Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Gunnar Már Guðmundsson nýjasti liðsmaður Þórsara var að vonum svekktur með tap sinna manna en vildi þó ekki meina að leikur þeirra væri alsæmur.

„Við vorum betri fyrstu 20-25 mínuturnar en svo ná þeir að skora þetta mark þarna eftir klafs í teignum. Helgi Sig er auðvitað klókur og kann þetta allt saman. Fram að þessu marki þeirra fannst mér þeir ekki vera að skapa neitt. Við byrjuðum leikinn á miklu og háu tempói og náðum auðvitað ekki að halda því út allan fyrri hálfleikinn. Svo breyttum við um skipulag í hálfleik og seinni hálfleikur var jafn en þeir náðu að setja eitt í restina og því fór sem fór."

Aðspurður sagðist Gunnar lítast vel á framhaldið hjá Þórsliðinu. „Ég flyt fljótlega norður og er búinn að taka nokkrar æfingar. Mér líst bara vel á þetta Þórslið og strákarnir virka flottir. Það er bara svo mikið af viðurnefnum á þessum strákum þannig að það tekur smá tíma að tengja öll þessi nöfn saman.

„Ég er auðvitað að reyna að ná upp leikforminu. Þessi leikur í kvöld var aðeins annar 90 mínútna leikurinn sem ég spila á tólf mánaða tímabili. Framhaldið verður skemmtilegt. Við byrjum á erfiðu útileikjaprógrammi og við gerum okkar besta í því að kroppa stig hér og þar og svo förum við norður og stefnum á gera heimavöllinn að erfiðu vígi"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×