Erlent

Talibanar vilja frekari sannanir fyrir falli Bin Ladens

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttir af falli Bin Ladens bárust strax um alla heimsbyggðina. Mynd/ afp.
Fréttir af falli Bin Ladens bárust strax um alla heimsbyggðina. Mynd/ afp.
Talibanar í Afganistar sögðu í dag að þeir hefðu ekki séð nægar sannanir til að sýna fram á að Osama Bin Laden, leiðtogi al Qaida samtakanna, væri fallinn. Þetta eru fyrstu viðbrögð Talibana frá því að tilkynnt var að Bin Laden hefði verið ráðinn af dögum í Pakistan.

Zabihullah Mujahid, leiðtogi Talibana, sagði að of snemmt væri að gefa einhverjar yfirlýsingar um fráfall Bin Ladens þar sem Bandaríkjamenn hefðu engin gögn til að styðja þær fullyrðingar að hann væri fallinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×