Íslenski boltinn

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar
Björgólfur Takefusa var á skotskónum í kvöld.
Björgólfur Takefusa var á skotskónum í kvöld. Mynd/Valli
Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki  í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings.

Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik.

Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins.

Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.

Víkingur– Þór 2-0

Skot (á mark): 11–6 (6-3)

Varin skot: Magnús 3 – Srdjan  4

Hornspyrnur: 8–3

Aukaspyrnur fengnar: 14–13

Rangstöður: 4–1

Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)

Víkingur (4-5-1):

Magnús Þormar 6

Hörður Sigurjón Bjarnason 6

Egill Atlason 6

Mark Richard Rutgers 6

Walter Hjaltested 5

Denis Abdulahi 5

Halldór Smári Sigurðsson 6

Sigurður Egill Lárusson 4

(69. Björgólfur Takefusa 7)

Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4

(56. Kjartan Dige Baldurssson 4)

Pétur Georg Markan 3

(82. Gunnar Helgi Steindórsson -)

Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksins

Þór (5-3-2):

Srdjan Rajkovik 6

Gísli Páll Helgason 6

Þorsteinn Ingason 5

Atli Jens Albertsson 6

Janez Vrenko 4

Ingi Freyr Hilmarsson 4

(63. Ármann Pétur Ævarsson 4)

Sigurður Marínó Kristjánsson 5

(63. Aleksander Linta 5)

Gunnar Már Guðmundsson 5

Atli Sigurjónsson 6

Jóhann Helgi Hannesson 6

Sveinn Elías Jónsson 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×