Íslenski boltinn

Tryggvi með þrettán mörk í ellefu leikjum í 1. umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Vilhelm
Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmark ÍBV á móti Fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í gær en þetta mikilvæga mark hans kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta er langt frá því að vera fyrsta Íslandsmótið hjá Tryggva þar sem hann er á skotskónum í 1. umferð.

Tryggvi hafði reyndar ekki skorað í fyrstu umferð undanfarin tvö tímabil (með FH 2009 og ÍBV 2010) en fram að því hafði þessi mikli markaskorari skorað 12 mörk í 8 leikjum í 1. umferð.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir leiki og mörk Tryggva Guðmundssonar í fyrstu umferð í efstu deild á Íslandi.







Tryggvi Guðmundsson í fyrstu umferð í efstu deild:Með ÍBV

23. maí 1993 - 1-2 tap fyrir Fram - 1 mark

23. maí 1995 - 8-1 sigur á Val - 4 mörk

23. maí 1996 - 1-3 tap fyrir Leiftri - Skoraði ekki

19. maí 1997 - 3-1 sigur á ÍA - 2 mörk

Með FH

16. maí 2005 - 3-0 sigur á Keflavík - 1 mark

14. maí 2006 - 3-0 sigur á KR - 2 mörk

12. maí 2007 - 3-2 sigur á ÍA - 1 mark

10. maí 2008 - 4-0 sigur á HK - 1 mark

10. maí 2009 - 0-2 tap fyrir Keflavík - Skoraði ekki

Með ÍBV

11. maí 2010 - 0-2 tap fyrir Fram - Skoraði ekki

2. maí 2011 - 1-0 sigur á Fram - 1 mark*

Samantekt:

11 leikir

13 mörk

Með ÍBV: 6 leikir, 8 mörk

Með FH: 5 leikir, 5 mörk

Í Vestmannaeyjum: 5 leikir, 8 mörk

* Í fyrsta sinn sem Tryggvi Guðmundsson skorar sigurmark í 1. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×