Íslenski boltinn

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

Það voru alls skoruð þrettán mörk í þessum fjórum leikjum þar af komu ellefu þeirra í leikjum Suðurnesjaliðanna Grindavíkur og Keflavík sem lentu bæði undir en komu sterk til baka og tryggðu sér mikilvæga sigra.

Pepsi-mörkin verða einnig í kvöld klukkan 22.00 en þar verður farið yfir tvo síðustu leikina í 1. umferð, Breiðablik-KR og Víkingur-Þór Akureyri, sem fram fara í kvöld. Að auki verður öll umferðin gerð upp og besti leikmaður allrar 1. umferðarinnar valinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×