Erlent

Assange ræðst harkalega á Facebook

Óli Tynes skrifar
Julian Assange.
Julian Assange.
 

Julian Assange stofnandi WikiLeaks hefur ráðist harkalega á Facebook og leitarsíður einsog Google og Yahoo. Honum er sérstaklega uppsigað við Facebook sem hann segir vera skelfilegustu njósnavél sem nokkrusinni hafi verið búin til.

Í viðtali við Russia Today segir Assange að Bandaríkin noti Facebook til þess að njósna um þegna sína. Á Facebook sé að finna heimsins umfangsmesta safn af upplýsingum um einstaklinga, tengsl þeirra, nöfn, heimilisföng, skoðanir og samskipti. Og bandarísk stjórnvöld hafi greiðan aðgang að þessu öllu.

Sömu sögu sé að segja um Google og Yahoo, bandaríska leyniþjónustan hafi þar óheftan aðgang. Assange er enn í Bretlandi þar sem að hann bíður úrskurðar um hvort hann verði framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíða kærur um kynferðisbrot.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×