Íslenski boltinn

KR-útvarpið að hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna hér marki.
KR-ingar fagna hér marki. Mynd/Daníel
KR-ingar leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í kvöld og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á staðnum þegar KR-liðið heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvellinum. Útvarp KR sem er á FM 98,3 mun hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld.

Þetta verður 303. útsending KR-Útvarpsins frá upphafi og hefst upphitun fyrir leik klukkan 18:00 með viðtölum við þjálfara liðanna og stuðningsmenn. Bjarni Felixson lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 19:15. Einnig er hægt að nálgast KR-Útvarpið á netinu í gegnum netheim.is.

Landslið fjölmiðlamanna kemur að KR-Útvarpinu í sumar.  Bogi Ágústsson, Þröstur Emilsson, Haukur Holm, Jóhann Hlíðar Harðarson, Hallgrímur Indriðason, Ágúst Bogason, Freyr Eyjólfsson, Felix Bergsson, Höskuldur Kári Schram og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Bjarni Felixson sér svo um lýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×