Erlent

Íhaldsflokkurinn náði hreinum meirihluta í Kanada

Fyrstu tölur úr þingkosningunum í Kanada sýna að Íhaldsflokkurinn hefur náð hreinum meirihluta.

Flokkurinn var í minnihlutastjórn fyrir kosningarnar en þær eru fjórðu þingkosningar landsins á síðustu sjö árum.

Í frétt um málið á BBC segir að Íhaldsflokkurinn hafi náð 167 þingsætum af þeim 308 sem kosið var um og bætt við sig 24 þingsætum. Jafnaðarmenn, eða Nýi demókrataflokkurinn náði 102 þingsætum og Frjálslyndir fá 33 sæti.

Efnt var til kosninganna í kjölfar þess að vantrausttillaga var samþykkt á þinginu gegn stjórn Stephen Harper forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×