Íslenski boltinn

Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur

Ari Erlingsson í Keflavík skrifar
Mynd/Daníel
Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr.

„Í marki númer þrjú tekur Gummi boltann niður með hendinni vil ég meina og vítið sem við fengum á okkur var bara sorgarsaga. Auðvitað eigum við að halda haus í gegnum svona mótlæti en það var bara ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur," sagði Bjarni við Vísi eftir leikinn.

Hann var þó þrátt fyrir tap þokkalega ánægður með frammstöðu sinna manna. „Ég er ágætlega sáttur. Við gátum ekki tekið eina einustu gras æfingu fyrir þennan leik og það kannski hafði sitt að segja. Mér fannst við síst lakari aðilinn en því miður datt þetta þeirra megin í kvöld. Það jákvæða sem ég get tekið út úr þessu er að við vorum að skapa mikið upp úr föstum leikatriðum og þá sérstaklega með tilkomu Garðars sem á eftir að hleypa enn frekari lífi í okkar leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×