Sport

Ramsey: Maggi er skrambi fljótur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Scott Ramsay í leiknum í kvöld.
Scott Ramsay í leiknum í kvöld. Mynd/Anton
Scott Ramsey leikmaður Grindvíkinga var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli.

„Já, það var augljóslega betra að vera bara einu marki undir í hálfleik. Við vorum ekki að spila í fyrri hálfleik og töpuðum boltanum auðveldlega. Í seinni hálfleik fannst mér við betri aðilinn. Ég hélt að þetta yrði jafntefli en er himinlifandi með stigin þrjú."

Aðspurður hvað hefði verið sagt í hálfleik sagði Ramsey:

„Óli (Ólafur Örn Bjarnason) sagði okkur að hafa trú á sjálfum okkur, senda og hreyfa okkur betur. Við spiluðum ekki boltanum í fyrri hálfleik en það gekk betur í seinni. Svo kom Maggi (Magnús Björgvinsson) inná sem er skrambi fljótur. Við vissum að ef við kæmum boltanum yfir vörnina einu sinni þá væri möguleiki á marki vegna hraðans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×