Íslenski boltinn

Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Anton
Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. „Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim."

Gylfi, Baldur Bett og Andrés Már Jóhannesson réðu ríkjum á miðjunni í fyrri hálfleik en Grindvíkingar komust inn í leikinn í þeim síðari. Gylfi vildi alls ekki meina að þeir hafi verið orðnir þreyttir eftir hátt tempó í fyrri hálfleiknum.

„Það var ekkert þannig. Þetta er meira hugarfarslegt. Menn verða passívir þegar þeir komast yfir. Í stöðunni 2-0 eigum við að klára það en gerum það ekki og okkur er refsað. Menn verða að læra af svona leikjum."

Ingimundur Níels Óskarsson samherji Gylfa lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.

„Við komumst 2-0 yfir og mér fannst við vera að spila vel. Við ákváðum að vera aðeins til baka og leyfa þeim að hafa boltann. Svo kemur einhver hár bolti, klafs í teignum og þeir ná að setja eitt. Í seinni hálfleik vorum við svo ekkert með."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×