Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Kolbeinn Tumi Daðason í Kórnum skrifar 2. maí 2011 17:52 Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi þar sem að Fylkisvöllur var óleikhæfur. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér á iðagrænu gervigrasinu í Kórnum. Á 13. mínútu sendi Ingimundur Níels boltann fyrir markið frá hægri þar sem Gylfi Einarsson varð á undan Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga í boltann og skoraði fyrst mark leiksins. Markið var um leið það fyrsta á Íslandsmótinu 2011. Óskar og Gylfi skullu saman í markinu og þurfti Óskar að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar vegna meiðsla. Hans stöðu tók Englendingurinn nítján ára Jack Giddens. Eftir markið tóku Fylkismenn öll völd á vellinum. Þeir voru öruggari í aðgerðum sínum á meðan Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn þar sem Michal Pospisil var einmana í stöðu fremsta manns. Á 27. mínútu áttu Fylkismenn góða sókn sem lauk með því að Tómas Þorsteinsson sendi boltann á kollinn á Ingimundi Níelsi Óskarsyni sem skallaði boltann snyrtilega framhjá Giddens. 2-0 og verðskulduð forysta Fylkis. Grindvíkingar virkuðu þreyttir, sendingar rötuðu ekki á samherja og ekkert sem benti til að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn. Í blálok hálfleiksins hrökk boltinn upp úr þurru til Orra Freys Hjaltalín sem sendi boltann á lofti í fjærhornið. Fínt mark og um leið líflína fyrir þá bláklæddu. Í síðari hálfleik mættu Grindvíkingar mun ákveðnari til leiks og jafnt var á með liðunum. Scott Ramsey jafnaði metin eftir að maður leiksins Orri Freyr Hjaltalín skallaði boltann fyrir fætur hans. Barátta Grindvíkinga skilaði sér í spjöldunum en fjórir Grindvíkingar rötuðu í bókina hjá ágætum dómara leiksins Gunnari Jarli Jónssyni. Yacine Salem var heppinn að fjúka ekki út af með sitt seinna gula spjald en slapp með skrekkinn. Bæði lið langaði í stigin þrjú en það voru Grindvíkingar sem hirtu þau. Í viðbótartíma slapp varamaðurinn Magnús Björgvinsson einn í gegn og sendi boltann snyrtilega í fjærhornið við mikinn fögnuð Grindvíkinga. Frábær byrjun Grindvíkinga á tímabilinu staðreynd en fæstir hafa spáð þeim velgengni. Fylkismenn litu virkilega vel út í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin og geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin.Fylkir - Grindavík 2-3Skot (á mark): 10-7 (6-5)Varin skot: Bjarni 2 - Óskar/Giddens 4Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-1Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 (84. Trausti Bjarni Ríkharðsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (79. Rúrik Andri Þorfinsson -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórhallsson 5) Albert Brynjar Ingason 6Grindavík (4-3-3): Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnússon 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6Orri Freyr Hjaltalín 7 - maður leiksins Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgvinsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33 Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Ramsey: Maggi er skrambi fljótur Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur var þreyttur en afar sáttur í leikslok. Hann sagði markið undir lok fyrri hálfleiks hafa skipt miklu máli. 2. maí 2011 22:33
Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“ 2. maí 2011 22:22