Íslenski boltinn

Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær.

Lið ÍBV og Fram eru að mætast í fyrstu umferðinni þriðja árið í röð en í hinum tveimur leikjunum sem fóru báðir fram á Laugardalsvellinum unnu Framarar 2-0 sigur.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það virðist ekki henta Eyjamönnum vel að byrja Íslandsmótið á móti liðum Þorvaldar Örlygssonar. Þetta er í fimmta sinn sem ÍBV byrjar sumarið á móti liðum Þorvaldar og uppskeran hingað til er aðeins eitt stig af tólf mögulegum.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði ÍBV þetta eina stig með jöfnunarmark þremur mínútum fyrir leikslok í 1. umferð 2002 en síðustu þrír leikir ÍBV á móti liðum Þorvaldar í fyrstu umferð hafa hinsvegar allir tapast.

Lið Þorvaldar hafa ennfremur skorað sjö mörk í röð án þess að Eyjamann hafi svarað fyrir sig í þessum leikjum því Gunnar Heiðar kom ÍBV í 2-0 á fyrstu 22 mínútunum í 2-3 heimatapi Eyjaliðsins á móti KA í 1. umferð 2003.





Leikir ÍBV á móti liðum Þorvaldar Örlygssonar í fyrstu umferð:2002 Þorvaldur með KA

KA-ÍBV 1-1

[1-0 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (48.), 1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (87.)]

2003 Þorvaldur með KA

ÍBV-KA 2-3*

[1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (11.), 2-0 Gunnar Heiðar (22.), 2-1 Hreinn Hringsson (35.), 2-2 Tom Betts (48.), 2-3 Steinar Tenden (64.)]

2009 Þorvaldur með Fram

Fram-ÍBV 2-0

[1-0 Heiðar Geir Júlíusson (76.), 2-0 Hjálmar Þórarinsson (90.)]

2010 Þorvaldur með Fram

Fram-ÍBV 2-0

[1-0 Tómas Leifsson (4.), 2-0 Ívar Björnsson (56.)]

Samantekt:

4 leikir, 1 stig, markatala 3-8

* Eini leikurinn sem ÍBV hefur tapað á heimavelli í fyrstu umferð frá og með árinu 1997. Fimm leikir - þrír sigrar, eitt jafntefli og eitt tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×