Íslenski boltinn

Leikur Vals og FH fer fram í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vodafone-völlurinn í morgun.
Vodafone-völlurinn í morgun. Mynd/Pjetur
Það er búið að ákveða það endanlega að leikur Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld fer fram og hefst klukkan 19.15. Mikil snjókoma síðustu daga hafði skapað óvissuástand um hvort leikurinn yrði hreinlega leikfær í kvöld en Valsmenn hafa séð til þess að Vodafone-völlurinn er klár.

Framkvæmdastjóri Vals, Hjörtur Freyr Vigfússon, staðfesti það við Íþróttadeildina að leikurinn muni fara fram. Vodafone-völlurinn er snjólaus og tilbúinn fyrir átökin í kvöld en það má búast við fjölmenni á leiknum enda hér á ferðinni tvö af þeim liðum sem menn hafa verið að spá í toppbaráttuna í sumar.

Leikur Vals og FH verður einn af fjórum leikjum í kvöld en aðrir leikir eru ÍBV-Fram, Keflavík-Stjarnan og Fylkir-Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×