Erlent

Yfirborð sjávar hækkar meira en áður var talið

Vísindalegir ráðgjafar Norður heimsskautsráðsins hafa varað við því að yfirborð sjávar hækkar nú örar en áður var talið vegna bráðnunar á jöklum Grænlands.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem greint er frá í Politiken í dag. Þar segir að reiknað sé með að yfirborð sjávar muni hækka um 0,9 til 1,6 metra fram til ársins 2100. Í samskonar úttekt árið 2007 var talið að í versta falli myndi yfirborð sjávar hækka um 19 til 59 sentimetra.

Ef niðurstöður hinnar nýju skýrslu reynast réttar hefði það mjög alvarlegar afleiðingar. Um 150 milljón manns í heiminum búa á svæðum sem eru nú innan við metra frá yfirborði sjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×