Erlent

Sjóræningjar hafna lausnargjaldi fyrir danska fjölskyldu

Sjóræningjar í Sómalíu hafa hafnað 60 milljóna króna tilboði fyrir að sleppa danskri fjölskyldu sem þeir hafa haft í haldi síðan í lok febrúar síðastliðins.

Samkvæmt fréttum um málið í dönskum fjölmiðlum hefur bróðir fjölskylduföðursins, Jan Quist Johansen, átt í samingaviðræðum við sjóræningjanna undanfarnar vikur.

Haft er eftir sjóræningja að nafni Isse að tilboðið hafi þótt alltof lágt. Isse er einhverskonar gjaldkeri sjóræningjanna og segir að þeir hafi reiknað með mun hærri upphæð í lausnargjald fyrir fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×