Erlent

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna yfirgefa Líbýu

Allir  starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Tripoli, höfuðborg Líbýu, yfirgáfu landið eftir að æstur múgur gerði aðsúg að höfuðstöðvum þeirra í borginni í gærdag. 

Starfsmennirnir, sem voru 12 talsins, komu til borgarinnar í síðasta mánuði samkvæmt samkomulagi við stjórnvöld.

Töluverðar róstur voru í Trípoli í allan gærdag eftir loftárás NATO á höfuðstöðvar Muammar Gaddagi leiðtoga landsins þar sem yngsti sonur hans fórst ásamt þremur börnum sínum.

Ráðist var á nokkur sendiráð í borginni og sendiskrifstofu Bandaríkjanna. Sendiráð Bretlands og Ítalíu urðu einna verst úti.  Kveikt var í þeim og þau gereyðilögð. Í framhaldinu ákvað breska stjórnin ákvað að vísa sendiherra Líbýu í Lundúnum úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×