Erlent

Danskar konur óánægðar með nekt kynsystra sinna

Þúsundir danskra kvenna eru óánægðar með að kynsystur sínar gangi topplausar um strandir landsins. Karlarnir eru á annarri skoðun.

Þetta ætti ekki í raun að koma á óvart en samkvæmt nýrri könnun greiningar Opinion Matters í Danmörku kemur á óvart hve munurinn milli kynjana er mikill þegar kemur að skoðunum um opinbera nekt. Þannig sættir þriðjungur danskra kvenna sig ekki við að kynsystur þeirra liggi topplausar í sólbaði og á yfirhöfuð í vandræðum með að samþykkja slíkt athæfi, það er ber brjóst á opinberum vettvangi..

Hinsvegar eiga einungis 17% karla í vandræðum með þessa framkomu og njóta augljóslega útsýnisins eins og það er orðað í frétt Ekstra Bladet um málið.

Í könnun Opinion Matters kemur fram að það eru einkum íbúar bæjarins Kolding á Jótlandi sem eiga erfitt með að sætta sig við ber brjóst á almannafæri. Um 40% kvenna í Kolding segja að þær geti alls ekki sætt sig við svo mikla nekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×