Handbolti

Heimir: Það vill enginn fara í sumarfrí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, ætlar sér alls ekki að fara í sumarfrí í dag og telur að lið sitt geti hæglega unnið FH í Höllinni á Akureyri kl 16:00 nú síðdegis.

„Leikurinn leggst bara virkilega vel í okkur og við ætlum okkur að sigra hér í Höllinni,“ sagði Heimir.

Akureyri er með bakið upp við vegg fyrir leikinn í dag en FH hefur 2-0 forystu í einvíginu.

„Þetta hafa verið alveg svakalega jafnir leikir milli þessara liða og fallið fyrir FH hingað til, en það mun breytast í dag“.

„Við erum búnir að skoða þessa tvö fyrstu leiki gríðarlega vel og vitum alveg hvernig við ætlum að bregðast við leik FH-inga,“ sagði Heimir.

„Þetta hafa verið frábærir leikir fyrir handboltann og það vill enginn að einvígið klárist í dag, fólk vill fleiri leiki og það mun fá fleiri leiki“.

„Höllin verður troðfull í dag og án efa mikil stemmning sem við eigum eftir að nýta okkur til að vinna sterkt FH lið,“ sagði Heimir Örn Árnason, bjartur fyrir leikinn gegn FH í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×