Erlent

Jóhannes Páll Páfi tekinn í tölu blessaðra

Kraftaverkamaðurinn Jóhannes Páll Páfi.
Kraftaverkamaðurinn Jóhannes Páll Páfi.
Jóhannes Páll Páfi, sem lést árið 2005, verður tekinn í tölu blessaðra af kaþólsku kirkjunni í dag. Það er lokastigið að því að vera tekinn í dýrlingatölu.

Mörg hundruð þúsund pílagrímar eru því á péturstorginu í páfagarði. Erlendir fréttamiðlar hafa vakið á því sérstaka athygli að Robert Mugabe, forseti Zimbabve, sem er jafnframt kaþólskur, er viðstaddur en tæplega eitt hundrað þjóðaleiðtogar eru nú í borginni.

Mugabe þurfti sérstakt leyfi frá Evrópusambandinu til að mæta því hann honum hefur verið meinað að ferðast.

Til þess að komast í tölu blessaðra þarf viðkomandi að hafa framkvæmt kraftaverk. 49 ára gömul nunna heldur því fram að hún hafi læknast af parkinson veikinni eftir blessun páfans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×