Erlent

Réttað að nýju yfir Strauss-Kahn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn.
Réttarhöld yfir Dominique Strauss-Kahn hófust að nýju undir kvöld. Verjendur hans ítreka kröfu um að Strauss-Kahn verði látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn greiðslu tryggingagjalds.

Saksóknarar í málinu segja hins vegar að töluverðar líkur séu á því að Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, reyni að flýja land. Eiginkona Strauss-Kahn og dóttir hans eru viðstaddar réttarhöldin, eftir því sem fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar segir.

Strauss Kahn var handtekinn á laugardaginn. Verjendur hans fóru fram á það á mánudag að honum yrði sleppt gegn tryggingagjaldi en þá var þeirri kröfu hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×