Erlent

Þriðji hver háskólastúdent í Berlín íhugar að stunda vændi

Þriðji hver háskólastúdent í Berlín hefur íhugað að stunda vændi til þess að fjármagna nám sitt.

Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sem unnin var af menntamiðstöð Berlínar. Niðurstöðurnar hafa komið töluvert á óvart en rannsóknin var gerð vegna þess að mikið er rætt um stúdentavændi í Þýskalandi en litlar upplýsingar eru til um umfang þess.

Rannsóknin náði til 3.200 stúdenta og skipting milli kynjanna er jöfn þegar kemur að vangaveltum þeirra um að starfa við kynlífsþjónustu. Jafnframt kom í ljós að 4% af þessum fjölda vinna Þegar í kynlífsgeiranum sem vændiskonur eða súludansarar. Hátt tímakaup er ástæðan fyrir því að stúdentarnir vinna Þessa vinnu en vændi er löglegt í Þýskalandi.

Eva Blumenschein við Humbolt háskólann segir að breytingar á menntakerfinu skýri að hluta til áhuga stúdentanna á vændi. Breytingarnar hafa takmarkað mjög möguleika þeirra á að fjármagna nám sitt með almennri vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×