Erlent

Elsta manneskja í heimi er 114 ára og á 5 barnabarnabarnabörn

Maria Gomes Valentim er elsta kona í heiminum
Maria Gomes Valentim er elsta kona í heiminum
Hin brasilíska Maria Gomes Valentim er elsta lifandi manneskjan í heiminum í dag en hún er hvorki meira né minna en 114 ára og 313 daga gömul.

Besse Cooper var talin vera elsta manneskjan í heiminum fram að deginum í dag en eftir að fjölskylda Mariu höfðu samband við Heimsmetabók Guinness og sýnu fæðingarvottorð hennar kom í ljós að hún er fædd 48 dögum á undan Besse.

Craig Glenday, ritstjóri Guinness World Records, segir það ánægjulegt að það sé skjalfest að Maria sé elst í heiminum. „Og það er mjög ánægjulegt að elsta manneskjan í heimi komi frá Brasilíu því landið hefur ekki verið þekkt fyrir langlífi, fyrr en nú," segir hann.

Maria er frá Carangola sem er fjallaþorp norður af Rio de Janiero. Eiginmaður hennar lést árið 1946 og eiga þau einn son saman. Hún á fjögur barnabörn, sjö barnabarnabörn og fimm barnabarnabarnabörn. Geri aðrir betur!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×