Erlent

Margir vilja losna við símaskrána

Óli Tynes skrifar
Ætli þeim myndi ekki fækka  Í Danmörku sem vilja  losna við símaskrána, ef þeir ættu von á einhverju svona?
Ætli þeim myndi ekki fækka Í Danmörku sem vilja losna við símaskrána, ef þeir ættu von á einhverju svona?
Borgarsstjórnin í San Francisco hefur samþykkt að íbúar borgarinnar fái ekki sjálfkrafa senda símaskrána heim til sín. Margir vilja leggja skrána alveg af en borgarfeðurnir vilja ekki ganga svo langt. Með því hinsvegar að menn þurfi að hringja sérstaklega og panta sér eintak er búist við að tölvunotendur og fleiri detti út. Það eitt og sér spari mikla peninga. Og náttúrlega pappír og þarmeð skógana.

Þessi umræða hefur komið upp víðar. Til dæmis í Danmörku þar sem 175 þúsund manns  hafa skrifað á Facebook síðu þar sem barist er fyrir því að hætt verði að gefa símaskrána út. Með því myndu sparast 6500 tonn af pappír og CO2 útblástur myndi minnka um 13 þúsund tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×