Erlent

Vilja stytta nauðgunardóma um helming

Óli Tynes skrifar
Segja styttingu hlífa fórnarlömbum.
Segja styttingu hlífa fórnarlömbum.
Breska ríkisstjórnin vill stytta fangelsisdóma fyrir nauðganir um helming ef ódæðismennnirnir játa sekt sína strax í upphafi málaferla. Í dag gilda þær reglur að dómar eru styttir um þriðjung við játningu. Venjulegur dómur fyrir nauðgun er fimm ár. Sakfellingar í nauðgunarmálum eru aðeins sex prósent. Stuðningsmenn tillögunnar vonast til að sakfellingarprósentan hækki  ef fleiri nauðgarar játi sekt sína.



Kenneth Clarke dómsmálaráðherra segir að þessi fyrirhugaða breyting muni spara bæði mikið fé og tíma sem lögreglan og aðrir verða að leggja í réttarhöld yfir sakborningum í nauðgunarmálum. Ráðherrar benda einnig á að játning myndi hlífa fórnarlömbum við því að þurfa að endurlifa reynslu sína með því að bera vitni fyrir rétti. Ekki eru þó allir hrifnir af þessari ráðagerð. Jack Straw fyrrverandi innanríkisráðherra sagði: Hvernig í ósköpunum verndar það almenning að stytta refsidóma um helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×