Innlent

Heilsubækur tróna á toppnum

Þorbjörg Hafsteinsdóttir getur vel við unað, með tvær bækur á topplista Eymundssonar
Þorbjörg Hafsteinsdóttir getur vel við unað, með tvær bækur á topplista Eymundssonar
Bækur um leiðir til bættrar heilsu eru í efstu þremur sætum metsölulista Eymundssonar. Í fimmta sæti er síðan fyrsta skáldsaga höfundarins Hildar Knútsdóttur, Sláttur, sem gefin er út í kilju. Kiljur njóta almennt mikilla vinsælda um þessar myndir. Sú skáldsaga sem var mest seld í vikunni 11. til 17. maí er hins vegar Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur, sem er þaulsætin á metsölulistanum. Hún er einnig kilja.

Bókin Léttara og betra líf eftir Lene Hansson er á toppi listans. Í öðru sæti er fók Þorbjargar Hafsteinsdóttur, 10 árum yngri á 10 vikum, sem raunar er uppseld og er væntanleg aftur 25. maí. Þá er bókin Matur sem yngir og eflir í þriðja sætinu, einnig eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×