Erlent

Fimm líbískum diplómötum vísað úr landi í Kanada

Stjórnvöld í Kanada hafa vísað fimm líbískum diplómötum úr landi eftir að utanríkisráðuneyti landsins komst að þeirri niðurstöðu að hegðun þeirra væri óásættanleg. Var þeim og fjölskyldum þeirra gert að yfirgefa Kanada á næstu dögum.



Ekki hafa fengist frekari skýringar á brottvísun diplómatana af hálfu kanadískra stjórnvalda. Samkvæmt frétt um málið á CNN hafa fregnir borist um að diplómatarnir fimm hafi haft í hótunum við þá samlanda sína í Kanada sem staðið hafa opinberlega að mótmælum gegn stjórn Muammar Gaddafi leiðtoga Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×