Erlent

Óþekktur Egypti valinn sem nýr leiðtogi al-Kaída

Óþekktur Egypti hefur verið valinn sem leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í stað Osama bin Laden.

Sá sem hér um ræðir heitir Saif al-Adel og er fyrrum yfirmaður í sérsveitum egypska hersins.

Það var Norman Bentoman fyrrum hryðjuverkamaður frá Líbanon sem greindi fyrst frá þessu í samtali við CNN sjónvarpsfréttastöðina. Síðan hefur dagblaðið The News í Pakistan staðfest að al-Adel hafi verið valinn sem leiðtogi al-Kaída og hefur blaðið þetta eftir ónafngreindum heimildum í borginni Rawalpindi þar sem höfuðstöðvar pakistanska hersins eru til staðar.

al-Adel hafi verið valinn af sex til átta yfirmönnum al-Kaída á landamærum Pakistans og Afganistans þar sem ekki hafi enn náðst að kalla saman hið svokallaða Shura ráð samtakanna sem sé æðsta yfirvald innan al-Kaída.

Fram kemur í fréttum að al-Adel sé leiðtogi al-Kaída til bráðabirgða og að menn geri ráð fyrir að Egyptinn Ayman al-Zawahiri verði valinn sem eftirmaður Osama bin Laden til lengri tíma litið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×