Erlent

Hefur borðað 25 þúsund Big Mac yfir ævina

Margir Íslendingar sakna þess að geta ekki fengið sér McDonald's hamborgara hér á landi eftir að skyndabitakeðjan hætti starfsemi hér á landi. Þó einhverjir hafi borðað fleiri hundruð hamborgara frá keðjunni þá hefur eflaust enginn tærnar sem Bandaríkjamaðurinn Don Gorske hefur hælana. Því hann borðaði sinn 25 þúsundasta Big Mac í dag.

Don Gorske borðar yfirleitt tvo Big Mac hamborgara á dag og í dag, á 39 ára afmæli sínu borðaði, hann sinn 25. þúsundasta hamborgara. Hann hefur haldið utan um allar kvittanir af kaupum sínum á McDonald's í gegnum tíðina. „Ég borða til að lifa af. Mér finnst  25 þúsund mjög flott tala en ég held að ég muni ekki lifa svo lengi að ég geti borða 50 þúsund hamborgara,“ segir hann.

Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að maðurinn sé ekki í hræðilegu formi og að kólesterólið sé himinhátt. En svo er ekki að hans sögn, því nýlega fór hann til læknis og kom mjög vel út úr öllum mælingum.

Big Mac hamborgarinn er vinsælasti hamborgarinn á matseðli McDonald's en hann samanstendur af brauði, tveimur kjötsneiðum, káli, osti, lauk, súrum gúrkum og sósu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×