Erlent

Þrjátíu ár fyrir þjóðarmorð

Óli Tynes skrifar
Augustine Bizimungu hershöfðingi.
Augustine Bizimungu hershöfðingi.
Fyrrverandi yfirmaður hersins í Rwanda hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu árið 1994.  Þá voru myrtir um 800 þúsund manns af ættbálki tútsa sem eru í minnilhuta í landinu. Allur þessi fjöldi var myrtur á umþaðbil 100 dögum. Það var sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna sem dæmdi í máli Ágústíns Bizimungu, hershöfðingja.



Tveir lægra settir herforingjar voru dæmdir í 20 ára fangelsi hvor. Allir mennirnir fjórir flúðu land þegar stríðsglæparéttarhöldin voru í undirbúningi. Þeir voru handteknir í Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Angóla. Dómstól Sameinuðu þjóðanna var aðeins falið að dæma í málum þeirra sem mesta ábyrgðina báru. Embættismenn og óbreyttir borgarar sem tóku þátt í morðunum hafa verið leiddir fyrir innlendan dómstól þar sem ekki endilega sitja löglærðir menn, heldur það sem kallað er virtir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×