Erlent

Hröktu sjóræningja á flótta

Óli Tynes skrifar
Það voru öryggisverðir á skipi bandaríska dótturfélagsins sem ráku sjóræningjana á flótta.
Það voru öryggisverðir á skipi bandaríska dótturfélagsins sem ráku sjóræningjana á flótta.
Æ fleiri skipafélög setja nú vopn um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja undan ströndum Afríku. Meðal þeirra er danska skipafélagið Maersk. Um síðustu helgi hröktu öryggisverðir á einu skipi félagsins sjóræningja á flótta með aðvörunarskotum. Skipið var þá á ferð undan ströndum Sómalíu þar sem flest sjóránin eru framin.

 

Tugir skipa og hundruð sjómanna eru í gíslingu í Sómalíu. Yfirvöld gera yfirleitt ekki athugasemdir við að vopn séu um borð í fragtskipum á sjóræningjaslóðum. Þau vilja þó helst að það séu sérþjálfaðir öryggisverðir sem hafi þau undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×